Dagskrá

Mánudagurinn 2. október verður tileinkaður íslenskum veruleika og fjallar um fíkn og áhrif hennar á samfélagið. Þá verða á dagskrá fjölbreytt málþing sem öll tengjast viðfangsefninu, hvert á sinn hátt. Málþingin gefa ráðstefnugestum einstakt tækfæri á að eiga samtal við sérfræðinga og leikmenn, stjórnmálamenn og fulltrúa ýmissa stofnana um þennan flókna heilbrigðis- og félagslega vanda. Verið er að leggja lokahönd á íslenska hluta dagskrárinnar og verður hún birt hér á vefnum fljótlega.

Dagskrá 3.-4. október á ensku >>
Vísindalegur hluti ráðstefnunnar verður dagana 3. og 4. október og fer hann allur fram á ensku. Þá koma hingað margir af áhrifamestu læknum og sérfræðingum á sviði fíknlækninga og erfðafræði í heiminum í dag og gera grein fyrir rannsóknum og þekkingu á þessu sviði. Auk fyrirlestra verður boðið upp á málstofur sem fjalla m.a. um kannabis, fíkn og erfðir, þjálfun fagfólks og tengsl fíknar við sjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C.

Skráning er hafin >>
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á afmælisráðstefnu SÁÁ og þangað ættu stjórnmálamenn, fagfólk, fjölmiðafólk og áhugasamur almenningur að mæta með opinn huga, sitt gagnrýna hugarfar og góða skapið. Ráðstefnugjald er 20.000 kr. en frítt er fyrir nema og þá sem eru yngri en 25 ára. Ath. að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn til að sækja ráðstefnur.

Verndari 40 ára afmælisráðstefnu SÁÁ er forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson.